HÖFÐI Friðarsetur
Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

„Friður fæst ekki með því einu að stöðva stríð. Útrýma þarf kúgun og óréttlæti.“

– Tawakkol Karman


HÖFÐI Friðarsetur

HÖFÐI Friðarsetur er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og er vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf með áherslu á hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði, friðarmenningu og friðarfræðslu.

Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á mannréttindi og friðarstarf og því er stofnun HÖFÐA Friðarseturs liður í því að styrkja Reykjavík sem borg friðar. Stór þáttur í starfsemi setursins felst einnig í því að efla rannsóknir á friðar- og öryggismálum og koma á fót námsbraut í átaka- og friðarfræðum við Háskóla Íslands.

Við teljum að með því að byggja á þekkingu einstaklinga, fræðasamfélagsins, alþjóðastofnana og allra þeirra sem berjast fyrir friði getum við öðlast betri skilning á því hvað friður er og hvernig við sem einstaklingar getum stuðlað að friði. Með því að byrja smátt getum við lagt okkar af mörkum til friðar á alþjóðavettvangi. 

Hafa samband

„Við teljum oft að aðrir stjórnist meira af menningu sinni en við“

– Unnur Dís Skaptadóttir