Ráðgjafar

Hrund_portrait.original-ny2.jpg

Hrund Gunnsteinsdóttir

Hrund Gunnsteinsdóttir er þróunarfræðingur, frumkvöðull og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og einn helsti ráðgjafi Höfða friðarseturs. Hún er handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis - the Sea within en myndin hefur farið sigurför um heiminn og fjallar um listina að dafna, skapa og vera leiðandi á tímum hraðra breytinga og áreitis. Hrund var valin í hóp Yale Greenberg World Fellows árið 2016 og og starfar í sérfræðingaráði Alþjóðaefnahagsráðsins.

Í aðdraganda stofnunar Höfða friðaresturs var sett á fót ráðgjafanefnd sem veitti faglega og fræðilega ráðgjöf við undirbúning að stofnun setursins. Hana skipuðu Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Svanhildur Konráðsdóttir, þáverandi sviðsstjóri menningar og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.