Starfsfólk

Starfsemi HÖFÐA Friðarseturs fer fram innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. 


Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar

Pia starfsmannamyndPia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar en undir stofnunina heyra HÖFÐI Friðarsetur, Rannsóknasetur um smáríki og Rannsóknasetur um norðurslóðir. Pia er með B.A. gráðu í fjölmiðlun frá University of Minnesota og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún stundaði einnig meistaranám í sjónvarpsdagskrárgerð við City University of New York. Pia starfaði lengi vel sem upptöku- og útsendingastjóri í sjónvarpi, bæði hér heima og erlendis, en var síðan upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna frá árinu 2000 til 2005. Veturinn 2007-2008 var hún fjölmiðlafulltrúi norrænnar vopnahléseftirlitssveitar á Sri Lanka á vegum utanríkisráðuneytisins. Á þeim átta árum sem Pia hefur verið forstöðumaður stofunarinnar hefur hún haldið utan um margvísleg rannsóknaverkefni og má þar nefna Jean Monnet öndvegissetur, Erasmus og Erasmus+ verkefni, NOS-HS vinnustofur og þá hefur hún einnig komið að verkefnum undir sjöundu rammaáætlun Evrópusambandins fyrir hönd Alþjóðamálastofnunnar.

Netfang: fridarsetur@hi.is og pia@hi.is / Sími: (+354) 525-5262

Verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun

Auður Örlygsdóttir vekefnisstjóriAuður Örlygsdóttir er verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun. Hún er með B.A. gráðu í frönsku, viðbótardiplóma í þróunarfræðum og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, en meistaranámið stundaði hún að hluta í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla. Auður hefur m.a. starfað á upplýsingasviði í utanríkisráðuneyti Íslands og gengt stöðu vefstjóra Evrópustofu, Upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Auður hefur starfað hjá Alþjóðamálastofnun frá því í ágúst 2015 og hefur á þeim tíma tekið að sér ýmis verkefni fyrir stofnunina, nú síðast þau verkefni sem heyra undir HÖFÐA Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. 

Netfang: fridarsetur@hi.is og audurorl@hi.is / Sími: 525-5262

Hér eru upplýsingar um annað starfsfólk Alþjóðamálastofnunar sem kemur einnig að starfsemi og verkefnum HÖFÐA Friðarseturs.

Hilmar Hildar Magnúsarson, alþjóðafulltrúi Reykjavíkurborgar, er tengiliður Reykkjavíkurborgar fyrir HÖFÐA Friðarsetur.