Öflug forysta á viðsjárverðum tímum

Þriðjudaginn 14. maí frá kl. 12:15 - 13:15 í stofu 201 Odda, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

Öflug forysta á viðsjárverðum tímum: Hlutverk Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Mannréttindi og alþjóðastofnanir eiga undir högg að sækja á alþjóðavísu. Víðsvegar um heim reyna einræðisherrar og popúlískir leiðtogar að kæfa niður gagnrýnisraddir þar sem mannréttindafrömuðum og blaðamönnum er ógnað.

Ísland var kosið í mannréttindaráðið þegar að Bandaríkin drógu sig út á síðasta ári og mun eiga sæti í ráðinu út árið. Getur eitt ríki verið afl til breytinga á þessum óvissutímum? Hverju hefur Ísland áorkað hingað til og hvernig ætti Ísland að nýta þann tíma sem það á eftir í mannréttindaráðinu til að hafa sem mest áhrif?

John Fisher er lögmaður á skrifstofu Human Rights Watch (HRW) í Genf og leiðir vinnu samtakanna gagnvart mannréttindaráði og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Áður en hann hóf störf hjá HRW var hann meðal annars framkvæmdastjóri LGBT samtakanna Egale Canada, kenndi námskeið í mannréttindafræðum við Háskólann í Ottawa og Carleton háskóla og vann sem aðstoðarmaður dómara við Hæstaréttinn í Auckland.