Umboðsmenn friðar - Líðan og litir

Sýningaropnun í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00 þar sem gestum á öllum aldri verður boðið að taka þátt í þremur mismunandi lista- og vinnusmiðjum milli kl. 14.00 og 16.00.

Listaverkin á sýningunni eru eftir nemendur úr Fellaskóla, Laugarnesskóla og Austurbæjarskóla sem tóku þátt í námskeiði Höfða friðarseturs, Umboðsmenn friðar, síðastliðið haust. Verkin voru unnin í listasmiðjunni „Litir og líðan“ í umsjón Fríðu Maríu Harðardóttur.

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, flytur opnunarávarp

Auður Örlygsdóttir, verkefnastjóri Höfða friðarseturs, og Juan Camilo, uppeldis- og meðferðarráðgjafi hjá Ungmennasmiðjum Reykjavíkurborgar, fjalla örstutt um friðarfræðsluna og markmið námskeiðsins Umboðsmenn friðar

Fríða María Harðardóttir, myndlistakennari, segir nokkur orð um listasmiðjuna „Litir og líðan“ og listaverkin á sýningunni

Lista- og vinnusmiðjur

„Hljóð & ljóð“ í umsjá Angelu & Ignacio

„Litir og líðan“ í umsjá Fríðu Maríu & Andreu Magdalenu

„Aristótelesarkaffi“ í umsjá Elínar Kristjánsdóttur

Sýningin stendur yfir til fimmtudagsins 20. febrúar.

Saturday 15 February at 14.00 at the Reykjavík City Hall

Exhibition opening hosted by Höfði Reykjavík Peace Centre at the University of Iceland