Hugmyndakeppni

Hvernig getur Reykjavíkurborg stuðlað að friði?

Ert þú með hugmynd? Langar þig að gera heiminn að betri stað? 

Í tilefni af friðarvikunni 6. - 13. október stendur Höfði friðarsetur fyrir hugmyndakeppni þar sem einstaklingar og félagasamtök koma saman og ræða hugmyndir um það hvernig Reykjavíkurborg getur stuðlað að friði. Þetta er frábær leið til að efla tengslanetið, kynnast fólki sem gæti aðstoðað þig með þína hugmynd og leið til að koma hugmyndinni á framfæri.

Ertu ekki með hugmynd en langar að taka þátt? - Ekkert mál! 

Allir eru velkomnir að koma og taka þátt laugardaginn 7. október, velja fimm bestu hugmyndirnar og ræða hvernig hægt sé að framkvæma þær og gera að veruleika. 

Hugmyndakeppnin fer þannig fram að höfundum tíu til fimmtán frambærilegustu hugmyndanna sem sendar verða inn fá tækifæri til að kynna hugmyndina með stuttu tveggja mínútna innslagi á umræðutorgi í Tjarnarsalnum. Gestir Tjarnarsals kjósa svo fimm bestu hugmyndirnar og þær hugmyndir verða ræddar í umræðuhópum. Þannig fá þær hugmyndir brautargengi og aðstoð frá þátttakendum við að þróa hugmyndina frekar.

Hugmyndunum verður svo komið á framfæri við Reykjavíkurborg.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september. 

Hver veit nema þín hugmynd slái í gegn.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Frekari upplýsingar má finna á Facebook.