The War Show

Obaidah Zytoon er sýrlensk útvarpskona sem flæktist í atburðarás Arabíska vorsins árið 2011. Obaidah tók upp eigin raunir og raunir vina sinna á meðan á umrótinu stóð og fylgdi þeim eftir næstu sjö árin. Úr varð heimildamyndin The War Show sem sker sig úr öðrum sýrlenskum heimlidamyndum fyrir að draga fram þær ólíku merkingar sem byltingin hafði fyrir hinn almenna borgara í stað þess að einblína á blóðbaðið og hörmungarnar.