Skráning -Intercultural Competency

Opnað hefur verið fyrir skráningar á netnámskeiðið Menningarnæmi í menntun (e. Intercultural Competency) sem er nýtt netnámskeið hjá UIcelandx á edX vefnum sem sérhæfir sig í gjaldfrjálsum netnámskeiðum.

Námskeiðið er hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus Horizontal og er leitt af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Að þróun námskeiðsins koma einnig fræðimenn frá Háskólanum í Osló, Háskólanum í Gautaborg, Háskólanum í Helsinki, Álaborgarháskóla og RISEBA Háskóla í Riga, auk sérfræðinga frá sveitarfélögunum Reykjavík, Helsinki, Gautaborg og Osló.