Upptökur frá árlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarsetur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, The Imagine Forum: Women for Peace, var haldin þann 10. október 2019, í Veröld húsi Vigdísar í Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni í ár var lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru: Madeleine Rees, framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), Aya Mohammed Abdullha, talskona UNHCR, Mariam Safi, forstöðumaður rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS), Bronagh Hinds, meðstofnandi Northern Ireland Women's Coalition og stofnandi DemocraShe, Fawzia Koofi, fyrrum þingkona og baráttukona fyrir réttindum kvenna í Afghanistan, Zinat Pirzadeh uppistandari og rithöfundur, Aiko Holvikivi, fræðimaður hjá rannsóknarsetri LSE um konur, frið og öryggi, Harriet Adong, framkvæmdastjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda, T Ortiz, mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofnandi TalkWithT.com.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á upptöku af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands


Madeleine Rees, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, (WILPF)


Aya Mohammed Abdullah, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna


Mariam Safi, framkvæmdastjóri DROPS, Organization for Public Policy Research and Development Studies í Afghanistan


Bronagh Hinds, stofnandi DemocraShe og meðstofnandi Northern Ireland Women’s Coalition


Aiko Holvikivi, fræðimaður hjá miðstöð kvenna, friðar og öryggis við London School of Economics and Political Science og doktorsnemi í kynjafræðum


Withelma 'T' Ortiz Walker Pettigrew, mannréttindafrömuður og sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore


Fawzia Koofi, fyrrum þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Afghanistan


Harriet Adong, framkvæmdastjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda


Zinat Pirzhade, uppistandari og rithöfundur


Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands


Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins


Nánar um fyrirlesarana:

M. Rees03.jpg

Madeleine Rees er framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF).

Rees byrjaði feril sinn sem lögfræðingur árið 1990, árið 1998 byrjaði hún að starfa sem skrifstofustjóri í Bosníu og Hersegóvínu og sem kynjasérfræðingur fyrir Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Hún vakti athygli á og talaði gegn mannréttindarbrotum í Bosníu af hálfu friðargæsluliða og annarra starfsmanna SÞ.

Frá september 2006 til apríl 2010 starfaði hún sem deildarstjóri réttinda- og kynjasviðs kvenna hjá Mannréttindafulltrúa SÞ. Hún hefur unnið að því að rannsaka og útskýra hvernig karlmenn og konur geta upplifað atburði á mismunandi hátt, þá sérstaklega í kjölfar átaka.

Aya-Mohammed_1.jpg

Aya Mohammed Abdullah, er sérstakur stuðningsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Aya flúði frá Írak til Sýrlands þegar hún var fjórtán ára gömul og svo aftur frá Sýrlandi þegar stríðið braust út þar. Árið 2018 byrjaði Aya í námi í alþjóðasamskiptum við Webster háskólann í Genf. Aya flúði frá Írak til Sýrlands fjórtán ára gömul og svo aftur frá Sýrlandi þegar stríðið braust þar út.

Árið 2018 byrjaði Aya í námi í alþjóðasamskiptum við Webster háskólann í Genf. Hún hefur unnið að stuðningsverkefnum fyrir ungt flóttafólk á jafningjagrundvelli, þar sem markmiðið er að skilja og styðja við þarfir þeirra. Hún hefur einnig talað fyrir hönd sinnar kynslóðir í hlutverki sínu í alheimsráðgjafaráði æskulýðsmála UNHCR (e. UNHCR Global Youth Advisory Council) og á alþjóðavettvangi, til að mynda á leiðtogaráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos, á árlegum fundi Flóttamannafulltrúa S.Þ. í Palais Des Nation í Genf og á The Geneva Peace Talks.

mariam safi.jpg

Mariam Safi er sérfræðingur í friðaruppbyggingu í Afganistan og forstöðumaður rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS).

Safi stofnaði ritrýnda tímaritið Women and Public Policy Journal og er nefndarfulltrúi í meira en 10 vinnuhópum sem skoða m.a., friðaruppbyggingu, málefni kynjanna, öryggi, efnahagsmálefni og alþjóðasamskipti. Hún var tilnefnd sem ein af „Top Global Women 2014“ af Diplomatic Courier fyrir framlag sitt á þessu sviði.

Bronagh Hinds .jpg

Bronagh Hinds, stofnandi DemocraShe og meðstofnandi Northern Ireland Women’s Coalition, er einn af fyrirlesurunum þetta árið á friðarráðstefu Höfða friðarseturs sem haldin verður fimmtudaginn 10. október í Veröld húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.

Hún hefur áður gegnt hlutverki aðstoðarframkvæmdarstjóra jafnréttisnefndar Norður-Írlands og var formaður Northern Ireland Women’s European Platform auk þess að vera einn af stofnendum samtakanna. Á alþjóðavettvangi hefur hún unnið mikið í ráðgjafanefnd sérstakrar sendinefndar Sameinuðu þjóðanna til Sýrlands og talar fyrir aukinni þátttöku kvenna í samningaviðræðum varðandi úrlausn átaka.

Aiko_Holvikivi_5500.jpg

Aiko Holvikivi er rannsakandi hjá miðstöð kvenna, friðar og öryggis við London School of Economics and Political Science (LSE) og doktorsnemi í kynjafræðum. Í doktorsnámi sínu rannsakar Holviki þjálfun friðargæsluliða í kynjafræðum út frá hugmyndum feminískra eftirlendufræða (postcolonialims). Hún stundar einnig rannsóknir á viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun í friðargæsluverkefnum ásamt stefnumótun í Evrópu þegar kemur að málefninu konur, friður og öryggi í tengslum við “flóttamannavandann”. Fyrir doktorsnám vann Aiko að verkefnum tengdum kyni og öryggi meðal annars hjá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins.

Fawzia 2.jpg

Fawzia Koofi er þingkona og fyrsta konan til þess að vera kosin sem annar varaforseti afganska þingsins.

Koofi er opinská talskona fyrir lýðræði, réttindum kvenna og barna og hófsömum trúarskoðunum. Hún hefur markvisst unnið að því að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á erfiðri stöðu afganskra kvenna og baráttu þeirra gegn misnotkun. Að auki hefur hún varað við hugsanlegum afleiðingum fyrir hana og aðra stuðningsmenn umbóta ef alþjóðasamfélagið og öryggissveitir yfirgefa landið.

T Ortiz.jpg

T Ortiz eða Withelma ,,T’’ Ortiz Walker Pettigrew er mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofnandi TalkWithT.com.

T hefur sjálf upplifað kynlífsþrælkun sem barn og hefur beitt sér af krafti í baráttunni gegn mansali. Hún hefur m.a. staðið að herferð til þess að koma á réttu orðalagi þegar fjallað er um fórnarlömb mansals í fjölmiðlum. T var nefnd ein af „100 Most Influential People in the World“ árið 2014 af TIME og ein af „30 under 30“ árið 2013, ásamt því að vera valin „Woman of the Year“ af GLAMOUR Magazine árið 2011.

harriet1.jpg

Harriet Adong er framkvæmdarstjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda, en samtökin voru stofnuð árið 2005 til þess að styðja við fórnarlömb kynferðis- og kynbundins ofbeldis í átökum. FIRD vinnur að ýmsum verkefnum þar sem lögð er áhersla á mannréttindi, kynjajafnrétti og því að stuðla að sjálfbærri þróun í sveitasamfélögum í Norður Úganda. Þar má nefna svæðisbundnar vinnustofur um kynheilbrigði táninga, verndun barna gegn ofbeldi, ásamt því að veita fórnarlömbum kynbundins ofbeldis í átökum tækifæri til þess að ræða sína reynslu.

Zinat_front1.jpg

Zinat Pirzadeh er rithöfundur og vinsæll uppistandari í Svíþjóð, mun koma fram á friðarráðstefnu Höfða friðarseturs sem haldin verður fimmtudaginn 10.október í Veröld húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.

Zinat flúði frá Íran til Svíþjóðar árið 1991. Hún hefur brennandi áhuga á mannréttindamálum og tekur þátt í því starfi m.a. í gegnum Glöm aldrig Pela och Fadime Riksförening, sænskum félagasamtökum sem vinna að því að útrýma heiðursmorðum. Hún er einnig velgjörðar sendiherra hjá félagi Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð - þar sem hún leggur mikla áherslu á að binda enda á barna- og nauðungarhjónabönd.