Skráning á ráðstefnuna

Þann 10. október kl. 09:30 - 17:00 verður árleg alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs haldin í þriðja sinn í Veröld - húsi Vigdísar.

Komdu og taktu þátt í umræðunni um stöðu flóttafólks í heiminum í dag. Lögð verður áhersla á mikilvægt hlutverk ungs flóttafólks, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum.

Vinningsteymi Snjallræðis 2018 kynnt til leiks!

Á meðal fyrirlesara eru: JJ Bola, talsmaður UNHCR og ljóðaslammari, Pia Oberoi, sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, Sophia Mahfooz, framkvæmdastjóri SVIP, Nazanin Askari, femínisti og aðgerðarsinni, Kathy Gong, frumkvöðull og framkvæmdastjóri og meðstofnandi Wafa Games, Adam Elsod, stjórnarformaður og stofnandi The Young Republic og Harald Quintus-Bosz, kennari við D-Lab í MIT og CTO hjá Cooper Perkins.

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér.