Friðardagar í Reykjavík

7. október

Friðarhorfur í Palestínu og Ísrael, sunnudaginn 7. október í Bíó Paradís frá kl. 15:15 til 18:00.

Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og RIFF standa að kvikmyndasýningu og málstofu með Fedu Abdelhady Nasser, sendiherra og varafastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Nánari upplýsingar má finna hér.

9. október

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 12. sinn þriðjudaginn 9. október klukkan 20.00. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Kór Graduale Nobili flytur nokkur lög við friðarsúluna, en tónlistarmaðurinn Högni Egils og tónlistarkonan GDRN flytja tónlist fyrir gesti í Naustinu við Friðarsúluna.

Nánari upplýsingar má finna hér.

9. - 17. október

Myndasýningin Frá stríðsmenningu til friðarmenningar verður opnuð þann 9. október í Kringlunni. Sýningin er hönnuð af alþjóðasamtökum Soka Gakkai. Sýningin fjallar um mikilvægi þess að útrýma kjarnorkuvopnum, tryggja öryggi jarðarbúa og styrkja störf í þágu friðar. Sýningin var fyrst sett upp í New York 2007 og hefur síðan verið sett upp í meira en 230 borgum víða um heim.

10. október

Þann 10. október 2018 verður árleg alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs haldin í Veröld húsi Vigdísar, Háskóla Íslands, frá kl. 09.30 - 17.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu flóttafólks í heiminum í dag og áhersla lögð á mikilvægt hlutverk ungs flóttafólks, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum.

Nánari upplýsingar má finna hér.

11. október

Fimmtudaginn 11. október, stendur Eyrún Ósk Jónsdóttir, skáld og leikkona fyrir friðar-ljóðagjörningi í Menningarsetri SGI búddistasamtakanna Laugavegi 178.

Um er að ræða ljóðahugleiðslu þar sem öll ljóðin fjalla um frið og kærleika og kyrrðartónlist ómar undir upplestrinum.

Nánar upplýsingar má finna hér.