Gildi og karakter í íþróttum og menntun: Erum við á réttri leið?

Þann 26. apríl nk. fer fram málstofa á Litla torg í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Gildi og karakter í íþróttum og menntun: Erum við á réttri braut? þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar munu leiða umræðu um mikilvægi gilda og jákvæðra samskipta í menntun barna í dag. 

Skráning á mástofuna fer fram hér.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað um mikilvægi andlegrar heilsu ungra barna og áhrif mikils álags, eineltis og annarrar skaðlegrar hegðunar á möguleika þeirra til samfélagsþátttöku síðar meir á lífsleiðinni. Hvert er hlutverk skóla, kennara, þjálfara og menntakerfisins í að stuðla að jákvæðum samskiptum, draga úr ágreiningi og kenna börnum að bera virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu?

Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar