10 / 10 The Imagine Forum

10/10 2018

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, The Imagine Forum: Youth on the Move, í Veröld Húsi Vigdísar, Háskóla Íslands frá kl. 09:30 - 17:00

Landamæri hafa mikil áhrif á ungt fólk sem flýja þarf erfiðar aðstæður í leit að betra lífi og nýjum tækifærum. Mikil áhætta fylgir flóttanum þar sem ungt fólk getur átt á hættu að verða fyrir kynferðislegu og kynbundu ofbeldi, vera brottnumið, hneppt í varðhald eða neytt í nauðungarvinnu. Þrátt fyrir það er mikilvægt að líta ekki á ungt fólk sem einungis fórnarlömb og ræna það þar með valdi og áhrifum.

Á ráðstefnunni 10. október verður áhersla lögð á mikilvægt hlutverk ungs flóttafólks, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum og hvernig samfélög get unnið að aukinni aðkomu ungs flóttafólks að ákvarðanatöku og samfélagsþátttöku.

Á meðal fyrirlesara eru: JJ Bola, Pia Oberoi, Sophia Mahfooz, Nazanin Askari, Kathy Gong, Harald Quintus-Bosz og Adam Elsod

Fylgstu með á Facebook: www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/

Ráðstefnan fer fram á ensku og er opin öllum en vinsamlegast skráið ykkur hér

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar í heild

JJ

JJ Bola

JJ Bola er einn af frummælendum ráðstefnunnar. JJ er rithöfundur, ljóðaslammari, fyrirlesari og fyrrum flóttamaður frá Austur- Kongó en hann flúði til Bretlands þegar hann var 7 ára. JJ hefur gefið út þrjú ljóðasöfn og fyrsta skáldsaga hans, No Place to Call Home, kom út í Bretlandi árið 2017. Hann var einn af rithöfundum Spread the Word´s árið 2017. JJ hefur komið fram víðsvegar í Bretlandi og erlendis, bæði sem fyrirlesari og ljóðskáld. Hann er talsmaður UNHCR og hefur einnig komið fram á þeirra vegum, meðal annars á World Economic Forum.

Dr. Pia Oberoi

Dr. Pia Oberoi er sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hún leiðir vinnu stofnunarinnar þegar kemur að mannréttindum innflytjenda og flóttafólks og er ráðgjafi mannréttindafulltrúa varðandi stefnumótun og lagaleg málefni tengd fólksflutningum og mannréttindum. Áður hefur Pia unnið hjá alþjóðaskrifstofu Amnesty International þar sem hún sá um vinnu samtakanna sem sneri að fólksflutningum og mannréttindum. Einnig hefur hún starfað sem ráðgjafi fyrir hugveitur og frjáls félagasamtök víðsvegar um heim. Pia er sérfræðingur í alþjóðamannréttindalögum og stefnumótun tengdri innflytjendum og flóttafólki, en hún hefur skrifað fjölmargar greinar um málefnið. Hún er með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum frá Oxford-háskóla. Doktorsritgerð hennar “Exile and Belonging: Refugees and State Policy in South Asia” var gefin út af Oxford University Press árið 2006.

pia_oberoi.JPG

KathyGong

Kathy Gong

Kathy, ein af fremstu frumkvöðlum Kína og meðstofnandi og framkvæmdastjóri Wafa Games, verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni okkar í Veröld þann 10. október nk. Hún var valin ein af 35 fremstu fumkvöðlum heims undir 35 af MIT árið 2017 og varð skákmeistari í Kína aðeins 10 ára gömul. Kathy var í stjórn og ein af stofnendum World Economic Forum Global Shapers Community 2013-2016 og meðstjórnandi APEC Women Leadership Forum 2013 - 2014.

mahfooz

Sophia Mahfooz

Sophia er ein af fjölmörgum áhugaverðum ræðumönnum á ráðstefnunni 10. október. Sophia flúði til London frá Afganistan með fjölskyldu sinni þegar hún var ung að aldri en flutti seinna til San Fransisco. Þar hefur hún unnið sem framkvæmdastjóri Girls in Tech, sem vinnur að menntun og valdeflingu kvenna. Hún hefur einnig unnið hjá fjölda alþjóðlegra tæknifyrirtækja eins og Facebook, Apple og Cisco, að verkefnum sem miða að því að veita innflytjendum aukin tækifæri á vinnumarkaði. Í núverandi verkefnum sínum nýtir Sophia þekkingu sína á tæknigeiranum, menntun og stefnumótun til að bæta aðstæður fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín. Hún rekur SVIP, The Silicone Valley Internship Programme og situr í nefnd í breska þinginu sem vinnur að verkefnum tengdum Afghanistan.

elsod-3.png

Adam Elsod

“Integration is a fluid term, it´s being used to push down refugees and concentrate responsibility on the refugees themselves, social inclusion on the contrary, emphasises on the notion of rights and holding powerholders accountable” Adam Elsod

Adam Elsod er verðlaunaður aðgerðarsinni, kennari og samfélagslegur frumkvöðull. Adam er stjórnarformaður samtakanna The Young Republic sem vinna við að valdefla ungt flóttafólk í Evrópu, meðlimur ráðgjafaráðs Evrópuráðsins, leiðbeinandi hjá the European Youth Forum og meðstofnandi samtakanna Network for refugee voices. Adam hefur starfað síðustu 10 ár að mismunandi verkefnum sem tengjast lýðræði, mannréttindum og valdeflingu ungs flóttafólks í Mið-Austurlöndum, Norður - Afríku og Evrópu.

IMG_6219.jpg

Harald Quintus-Bosz

Harald Quintus-Bosz er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Höfða friðarseturs þann 10. október. Harald hefur 25 ára reynslu af vöruþróun og er meðlimur í tækniráði Forbes. Harald kennir Designe for Scale við MIT, nám sem leggur áherslu á nýsköpun í þágu þróunarríkja. Harald hefur komið að fjölmörgum mikilvægum nýsköpunarverkefnum og hefur meðal annars tekið þátt í að þróa nýjungar sem hafa nýst til þess að auðvelda líf fólks í flóttamannabúðum

Nazanin.jpg

Nazanin Askari

“We need to improve our society towards an ideal one by making diversity the means of power and a reason for pride.” Nazanin Askari

Nazanin Askari er feministi og aðgerðarsinni. Hún kom til Íslands árið 2012 sem pólitískur flóttamaður eftir að hafa sætt pyntingum og fangelsisvist fyrir skoðanir sínar í heimalandinu Íran. Nazanin flúði land þegar hún átti yfir höfði sér allt að fimmtán ára fang­elsi fyr­ir að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um kvenna. Nazanin er enn umhugað um réttindi kvenna en hún var meðal annars í framboði fyrir Kvennahreyfinguna í Reykjavík árið 2018.