10 / 10 The Imagine Forum

10/10 2018

Árleg alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs

The Imagine Forum: Youth on the Move

Komdu og taktu þátt í umræðunni um stöðu flóttafólks í heiminum í dag. Lögð verður áhersla á mikilvægt hlutverk ungs flóttafólks, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum!

Á meðal fyrirlesara eru: JJ Bola, Sophia Mahfooz, Kathy Gong, Harald Quintus-Bosz og Adam Elsod

Fylgstu með á Facebook: www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/

JJJJ Bola
er einn af frummælendum ráðstefnunnar.

JJ er rithöfundur, ljóðaslammari, fyrirlesari og fyrrum flóttamaður frá Austur- Kongó en hann flúði til Bretlands þegar hann var 7 ára. JJ hefur gefið út þrjú ljóðasöfn og fyrsta skáldsaga hans, No Place to Call Home, kom út í Bretlandi árið 2017. Hann var einn af rithöfundum Spread the Word´s árið 2017. JJ hefur komið fram víðsvegar í Bretlandi og erlendis, bæði sem fyrirlesari og ljóðskáld. Hann er talsmaður UNHCR og hefur einnig komið fram á þeirra vegum, meðal annars á World Economic Forum.

JJ Bola

KathyGong


Kathy, ein af fremstu frumkvöðlum Kína og meðstofnandi og framkvæmdastjóri Wafa Games, verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni okkar í Veröld þann 10. október nk. Hún var valin ein af 35 fremstu fumkvöðlum heims undir 35 af MIT árið 2017 og varð skákmeistari í Kína aðeins 10 ára gömul. Kathy var í stjórn og ein af stofnendum World Economic Forum Global Shapers Community 2013-2016 og meðstjórnandi APEC Women Leadership Forum 2013 - 2014.

Kathy Gong

mahfoozSophia Mahfooz er ein af fjölmörgum áhugaverðum ræðumönnum á ráðstefnunni 10. október. Sophia flúði til London frá Afganistan með fjölskyldu sinni þegar hún var ung að aldri en flutti seinna til San Fransisco. Þar hefur hún unnið sem framkvæmdastjóri Girls in Tech, sem vinnur að menntun og valdeflingu kvenna. Hún hefur einnig unnið hjá fjölda alþjóðlegra tæknifyrirtækja eins og Facebook, Apple og Cisco, að verkefnum sem miða að því að veita innflytjendum aukin tækifæri á vinnumarkaði. Í núverandi verkefnum sínum nýtir Sophia þekkingu sína á tæknigeiranum, menntun og stefnumótun til að bæta aðstæður fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín. Hún rekur SVIP, The Silicone Valley Internship Programme og situr í nefnd í breska þinginu sem vinnur að verkefnum tengdum Afghanistan.